Vex í skóglendi, gróðursælum hvömmum, kjarri, urðum og hraunbollum. Fremur sjaldgæf, algengari norðanlands en sunnan.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.9 - 1.5 m
Vaxtarlag
Fjölært, bláleitt og ljósgrænt gras, algerlega hárlaust. Stráin uppsveigð og grönn og blöðótt langt upp eftir, 0,9-1,5 m á hæð, aðeins skriðult og lausþýft.
Lýsing
Blöðin þunn, breið, flöt og oftast snörp beggja vegna og ætíð á röndunum, 5-15 mm á breidd. Slíðurhimnan allt að 3-7 mm löng, tirjótt að ofan eða odddregin. Punturinn 25-35 sm á lengd, keilulaga, gisinn með löngum og mjúkum greinum og legglöngum, smáum, gulgrænum eða dálítið bláleitum og einblóma smáöxum. Smáöxin græn eða gulgræn, sívöl, týtulaus, einblóma,. Axagnirnar grænar, þrítauga, hvelfdar, 2,5-3,5 mm á lengd. Blómagnirnar styttri, gljáandi. Blómgast í júní-júlí. 2n = 14, 28.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekktur á puntinum og breiðum blöðum.