Vex í lyngi, kjarri og snjódældum. Fremur sjaldgæf. Töluvert algengari norðanlands en sunnan.
Blómgunartími
Gróbær í ágúst
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Jarðlægur, langir, renglulegir, blöðóttir stönglar sem eru snögguppréttir eða skástæðir í endann og enda í 1-2 sm löngu gróaxi. Uppréttar greinar eru 5-15 sm en lengd jarðlægu stönglanna getur orðið 50 sm eða meir.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, í um 45°horni á greinunum, heilrend, sverðlaga - lensulaga, oddmjó, gljáandi, 4-7 mm á lengd og um 1 mm á breidd. Gróbæru blöðin breiðari og snubbótt, nær kringlótt, með hvítleitum, skertum jöðrum, þétt saman í toppstæðu gulgrænu gróaxi sem verður móleitt með aldrinum. Gróbær í ágúst. 2n = 68Tvær deilitegundir af lyngjafna eru hér á landi, subsp. alpestre (Hartm.) Á. Löve & D.Löve sem er algengari, og subsp. annotinum sem einkum finnst á Norðurlandi og á Vestfjörðum (H.Kr.).LÍK/LÍKAR: Skollafingur. Skollafingurinn má þekkja á því að hann hefur mun styttri renglur en lyngjafninn og dreifðar gróhirslur á æxliknöppunum.
Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Víða á vestanverðu landinu, einnig sums staðar í útsveitum á Norðurlandi og frá Reyðarfirði norður að Unaósi á Austfjörðum. Annars staðar sjaldgæfur eða vantar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, temp. Asía, N Ameríka (arktísk).