Beinvaxin og grönn strá, oft rauðbrún með allstórum hvítum hárskúf við slíðuropin, 10-25 sm á hæð.
Lýsing
Neðstu blöðin um 2 mm á breidd. Neðri stoðblöðin ná langt upp fyrir efstu hnoðun.Hnoðun mörg, flest í allþéttum kolli. Blómin smá með dökkrauðbrúnum blómhlífarblöðum, sem eru rúmlega 2 mm á lengd. Hýðið mjótt, svo að blómhlífarblöðin eru upprétt. Stíllinn langær. Fræin lítil, tæplega 1 mm á lengd. Blómgast í júní. 2n=48LÍK/LÍKAR: Er náskyld vallhæru og ekki alltaf auðgreind frá henni. Þekkist helst á því að blómhnoðun eru í þéttum hnapp og dekkri en á vallhæru, efsti hluti plöntunnar oft rauðari, stráið uppsveigt neðst, vex í mýrum.