Gymnodes spicata (L.) Fourr.; Juncoides spicata (L.) Kuntze; Juncus spicatus L.; Luzula compacta (E.Mey.) Dalla Torre & Sarnth.; Luzula spicata var. compacta E.Mey.; Luzula spicata var. relaxa Krylov; Luzula spicata f. compacta (E.Mey.) I.Grint.;
Lífsform
Fjölær jurt (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í móum, vallendi, melum og fjallshlíðum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.35 m
Vaxtarlag
Þétt þýfð, (5–)15–35 sm á hæð. Engar jarðrenglur, hvorki ofan eða neðanjarðar. Stönglar uppréttir, hárlausir, rauðleitir.
Lýsing
Stofnblöðin mjó (1,5-2,5 mm), rennulaga, hærð á blaðröndunum, einkum neðst við slíðrið. Neðsta stoðblaðið nær sjaldan lengra en upp á miðja blómskipan.Blómhnoðun legglaus eða mjög stuttleggjuð, í þéttri, axleitri, lotinni blómskipun á stráendum. Við hvert hnoða í blómskipuninni er dálítið brúnleitt stoðblað. Blómhlífarblöð sex, dökkbrún, eða nær svört, oddmjó. Fræflar 6. Frævan þrístrend, með einum stíl og þríklofnu fræni. Hýðið egglaga, oddstutt, brúnt eða nærri svart, styttra en eða jafnlangt og blómhlífin. Blómgast í júní. 2n = 12, 14, 18, 20, 22, 24, 36 (2n=24 skv. Löve)LÍK/LÍKAR: Engar.