Vex á melum, móum og flögum hátt til fjalla, algeng ofan við 600-700 m..
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05 - 0.20 (-0.30) m
Vaxtarlag
Léttþýfð og léttskriðul, fíngerð hæra. Stráin grönn með dökkbrúnum slíðrum, 3-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stinn, þráðmjó eða aðeins um 1 mm á breidd, oftast hárlaus. Mörg, smá, legglöng, bogsveigð blómhnoðu, á hárfínum leggjum og eitt legglaust hnoða í miðjum skúfnum. Blómhlífarblöðin ljósbrún, ydd og lensulaga. Hýðið nær hnöttótt, ljósbrúnt. Frjóhnappar jafnlangir frjóþráðum.Blómgast í júní-júlí. 2n = 48