Lupinus nootkatensis

Ættkvísl
Lupinus
Nafn
nootkatensis
Íslenskt nafn
Alaskalúpína
Ætt
Fabaceae
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Melar, áreyrar og rýrt mólendi.
Blómalitur
Blár-fjólublár
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.30-0.80 m
Vaxtarlag
Stórvaxin , fjölær jurt, 30 til 80 sentimetrar á hæð. Alaskalúpína hefur lengi verið notuð í landgræðslu á Íslandi en er upprunalega frá Alaska.
Lýsing
Blöðin kransstæð (hjóllaga hvirfing), langstilkuð, smáblöðin öfugegglaga, yfirleitt 7 til 8 í hverri hvirfingu. Blöðin hærð og einnig stilkar.Blóm lúpínunnar eru einsamhverf í 20 til 30 sentimetra löngum klösum. Blómleggir eru 1 cm á lengd, eilítið loðnir. Krónan er 5-deild og óregluleg. Fánablaðið er með aftursveigðar hliðar sem eru rauðar að framan. Bikarinn er loðinn og eru 10 fræflar í hverju blómi. Þeir eru samvaxnir að neðan með fagurgular frjóhirslur. Frævan hins vegar er með einn stíl og verður að 2 til 5 sentimetra löngum belg við þroskun.
Heimildir
9, HKr, http://is.wikipedia.org/wiki/Alaskal%C3%BAp%C3%Adna
Reynsla
Alaskalúpína er eilítið eitruð (beitarvörn) og sauðfé sem beitt er á lúpínubreiður getur lamast ef það fær of mikið af eitrinu í sig. Þetta ætti þó ekki að vera vandamál þar sem aðgengi að öðrum beitarplöntum er ótakmarkað.Í samvinnu við Rhizobium-gerla getur lúpínan unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu en útbreiðsla þeirra í íslenskum jarðvegi er þó hamlandi þáttur á vöxt lúpínunar þar sem þeir fyrirfinnast yfirleitt ekki. (Vikip.)"Lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt, og getur grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma í höndum þeirra sem með hana kunna að fara. Á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi, sem mönnum er annt um, því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri." (H.Kr.)
Útbreiðsla
Ræktuð hér frá því snemma á 20. öld, innflutt til uppgræðslu frá Alaska 1945. Löngu ílend og víða um land.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: NV N-Ameríka, Alaska, NA Asía.