Basionym: Plantago uniflora L.Synonym(s): Littorella juncea Berg.Littorella lacustris L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í tjarnapollum og litar oft botninn þegar hann vex í þéttum, samfelldum breiðum.
Blómalitur
Gulgrænir frjóhnappar mest áberandi
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.03 - 0.10 m
Vaxtarlag
Fjölær, smávaxin jurt með langskriðulum, rótskeyttum, bogsveigðum renglum, 3-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gulleit í þéttum stofnhvirfingum, þykk, safamikil, striklaga, sívöl, 5-10 sm á lengd og 1-2 mm á breidd. Blómin eru einkynja í sambýli. Legglaus kvenblómin eru niðri í hvirfingunni í öxlum stoðblaða en fjórdeild karlblómin standa á löngum leggjum út úr blaðhvirfingunni. Frjóhnappar gulir og skaga langt út úr blóminu og yfirleitt 1-2 sm á lengd. Bikarblöðin himnurend, græn eða rauðstrípuð, ydd, 4-5 mm á lengd. Krónublöðin töluvert lengri, oddmjó og himnukennd. Frjóhirslur 2-3 mm á lengd. Ein fræva með löngum stíl. Hneturnar (aldin) með einu fræi, 2-2,5 mm á lengd. Blómgast hvítum blómum í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allalgengur á Suðvesturlandi frá Hvalfirði austur undir Markarfljót, sjaldgæfur annars staðar á landinu og ófundinn á Norðausturlandi frá Húsavík til Reyðarfjarðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Kanada, Chad, Kína, Inland, Bali, Mexíó, Nýja Sjáland, N Ameríka ov.