Vex í lyngmóum, graslendi, urðum, hraunum og innan um lyng og kjarr í gilbrekkum og bollum.
Blómalitur
Brúnfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.08-0.15 m
Vaxtarlag
Fíngerð móleit jurt. Jarðstönglar stuttir með löngum, frekar grófum hjárótum. Stöngullinn uppréttur, fremur fíngerður með tveim gagnstæðum, blöðum og kemur upp úr móleitu slíðri á jarðstönglinum, 8-15 sm á hæð.
Lýsing
Stöngulblöðin ávallt 2, gagnstæð, sitja neðan við miðjan stöngul, ásætin, stilklaus, hjartalaga eða breiðegglaga, 1-2 sm á lengd. Blómin lítil og óásjáleg, mógræn eða brúnrauð með rauðmóleitri vör, nokkur saman í stuttum, gisnum klasa efst á stönglinum, 5-8 mm á lengd. Blómhlífarblöðin flest snubbótt. Vörin djúpt klofin í tvo oddmjóa, lensulaga, gleiða flipa. Frævan er undir blómhlífinni, brúnfjólublá og fremur belgmikil. Blómgast í júlí-ágúst. “Fræmyndun gengur hratt fyrir sig og stundum eru fræin þroskuð nest í klasanum á meðan efstu blómin eru nýútsprungin. Fjölgar sér þó mest með rótarskotum”. “Hjartatvíblaðka er afar lítið áberandi, þar sem hún vex sem undirgróður innan um lyng. Litirnir hverfa í umhverfið og leynist hún því vel fyrir öðrum en þeim sem þekkja til hennar”.(Ág.H.)LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt frá eggtvíblöðku á hjartalaga og mun stærri blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða um land allt en síst á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Evrópa, Grænland, Indland, Bali, Japan, Mexikó, Nýja Sjáland, Tonga, Tyrkland, N Ameríka ov.