Vex eingöngu við sjó, í sjávarhömrum, á sjávarbökkum og í urðum og bollum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.80 m
Vaxtarlag
Stönglar hárlausir, sívalir, fínrákóttir, uppréttir, ýmist ógreindir eða greinast ofan til, 15-80 sm á hæð. Stönglar oft rauðleitir og gláandi neðan til.
Lýsing
Blöðin stilkuð, þykk og gljáandi, þrífingruð og þríhyrnd í lögun á löngum stilkum. Smáblöðin einnig stilklöng og aftur þrífingruð. Smáblöð annarrar gráðu flipuð eða sepótt, fliparnir tenntir, slíðurrendur rauðar. Blómin fimmdeild, hvítleit eða aðeins bleikleit, í samsettum sveipum. Hvert blóm 3-4 mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga eða tungulaga, stundum skert í oddinn. Fræflar 5 og frævan er með tveim stílum. Aldin klofnar í tvö deilialdin, 6-8 mm á lengd, með 5 langrifjum. Stórreifar flatar, strik- eða sverðlaga, 1-1,5 sm á lengd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á þrífingruðum blöðum frá öðrum hvönnum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf en finnst einkum á sunnan- og vestanverðu landinu en er sjaldséðari annars staðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, temp. Asía, Evrópa