Ligusticum scoticum

Ættkvísl
Ligusticum
Nafn
scoticum
Íslenskt nafn
Sæhvönn
Ætt
Apiaceae (Sveipjurtaætt)
Samheiti
Angelica hultenii (Fernald) M.HiroeHaloscias hultenii (Fernald) HolubHaloscias scoticum (L.) Fr.Ligusticum hultenii FernaldLigusticum scoticum subsp. hultenii (Fernald) Hultén
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex eingöngu við sjó, í sjávarhömrum, á sjávarbökkum og í urðum og bollum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.80 m
Vaxtarlag
Stönglar hárlausir, sívalir, fínrákóttir, uppréttir, ýmist ógreindir eða greinast ofan til, 15-80 sm á hæð. Stönglar oft rauðleitir og gláandi neðan til.
Lýsing
Blöðin stilkuð, þykk og gljáandi, þrífingruð og þríhyrnd í lögun á löngum stilkum. Smáblöðin einnig stilklöng og aftur þrífingruð. Smáblöð annarrar gráðu flipuð eða sepótt, fliparnir tenntir, slíðurrendur rauðar. Blómin fimmdeild, hvítleit eða aðeins bleikleit, í samsettum sveipum. Hvert blóm 3-4 mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga eða tungulaga, stundum skert í oddinn. Fræflar 5 og frævan er með tveim stílum. Aldin klofnar í tvö deilialdin, 6-8 mm á lengd, með 5 langrifjum. Stórreifar flatar, strik- eða sverðlaga, 1-1,5 sm á lengd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á þrífingruðum blöðum frá öðrum hvönnum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf en finnst einkum á sunnan- og vestanverðu landinu en er sjaldséðari annars staðar.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, temp. Asía, Evrópa