Ílendur slæðingur, sem vex víða við hús og bæi, í hlaðvörkpum og röskuðu landi.
Blómalitur
Gulgrænn (pípukróna eingöngu)
Blómgunartími
Júlí-sept.
Hæð
0.05-0.30 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar uppréttir, greindir, dökkgrænir, þéttblöðóttir með leggstuttum körfum, 5-30 sm á hæð. Jurtin líkist mjög baldursbrá, sem geislakrónur hafa verið reyttar af, því að öll blómin eru pípukrýnd.
Lýsing
Blöðin tví- til þrífjöðruð, smáblöðin striklaga. Körfur margar saman í skúf á greinaendum. Körfurnar kúptar, öll blómin gulgræn, pípukrýnd. Reifablöðin mislöng, sporbaugótt, fremur breið, græn í miðju með breiðum, glærum himnufaldi. Blómgast í júlí-september.LÍK/LÍKAR: Baldursbrá. Blöðin afar lík en hlaðkolla er auðþekkt á blómunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Hefur svipuð áhrif og baldursbrá. Hefur áður verið nefnd ýmsum nöfnum s. s. gulbrá, gulkolla og hlaðbrá”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Slæðingur sem barst til landsins um 1895 og er orðinn allalgengur-algengur í eða við þéttbýli. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Miðjarðarhafssvæðið, N & S Ameríka, Nýja Sjáland, Kákasus og M Asía.