Leontodon autumnalis

Ættkvísl
Leontodon
Nafn
autumnalis
Íslenskt nafn
Skarifífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Leontodon autumnalis subsp. pratensis (Link) Arcang.Scorzoneroides autumnalis subsp. pratensis (Link) Holub
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Tún, valllendi og grasi grónar hlíðalautir.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Oftast með mörgum uppréttum eða skástæðum stönglum, stönglar greindir, grannir, 1 ,5-2 mm, gáraðir. 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Laufblöðin í stofnhvirfingu, fjaðurflipótt, 5-15 sm á lengd, fliparnir oftast grannir. Blómin standa í þéttum körfum á greinendum. Körfurnar 2,5-3 sm í þvermál. Öll blómin gul og tungukrýnd, tungan 2-2,5 mm á beidd. Fræflar 5, samvaxnir í hólk utan um stílinn. Klofið fræni. Reifablöðin grænsvört, loðin, öll upprétt. LÍK/LÍKAR: Ýmsir fíflar. Skarifífillinn auðþekktur á grönnum, greindum stönglum sem eru algerlega blaðlausir að undanskildum örsmáum háblöðum efst undir körfunni. Þekkist einnig á körfubotninum, sem mjókkar aflíðandi í spíss niður á stöngulinn. Blómgast í júlí-ágúst.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Kanada, Chile, Evrópa, Nýja Sjáland, N Ameríka, Grænland, Mexíkó, Marakkó.