Oftast með mörgum uppréttum eða skástæðum stönglum, stönglar greindir, grannir, 1 ,5-2 mm, gáraðir. 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Laufblöðin í stofnhvirfingu, fjaðurflipótt, 5-15 sm á lengd, fliparnir oftast grannir. Blómin standa í þéttum körfum á greinendum. Körfurnar 2,5-3 sm í þvermál. Öll blómin gul og tungukrýnd, tungan 2-2,5 mm á beidd. Fræflar 5, samvaxnir í hólk utan um stílinn. Klofið fræni. Reifablöðin grænsvört, loðin, öll upprétt. LÍK/LÍKAR: Ýmsir fíflar. Skarifífillinn auðþekktur á grönnum, greindum stönglum sem eru algerlega blaðlausir að undanskildum örsmáum háblöðum efst undir körfunni. Þekkist einnig á körfubotninum, sem mjókkar aflíðandi í spíss niður á stöngulinn. Blómgast í júlí-ágúst.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Kanada, Chile, Evrópa, Nýja Sjáland, N Ameríka, Grænland, Mexíkó, Marakkó.