Vex í óræktarmóum og brekkubörðum, einkum áveðurs, þar sem þurrt er og snjódýpt lítil.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.10 - 0.25 m
Vaxtarlag
Grasleit. Myndar þéttar, litlar þúfur. Stinn og bein strá, mörg saman í þéttum toppum, 15-25 sm á hæð. Stráin með mógljáandi, 3 sm löngum slíðrum, sem standa ár frá ári og dökkna með aldrinum.
Lýsing
Blöðin aðeins neðan til á stráinu, nærri þráðmjó (0,5 mm), stinn, sívöl utan en grópuð. Blómin nakin í stuttum öxum (1,5-2 sm) á stráendum. Öxin ljósmóleit, eitt karlblóm og eitt kvenblóm saman í hverju smáaxi. Axhlífin ljósbrúnleit, með breiðum himnufaldí ofan til. Þrír fræflar og fræva með þnjú fræni. Aldinið ljósbrún hnot, gljáandi, þrístrend, broddydd með stuttri trjónu. Blómgast í júní. 2n = 52, 56–58, 60.LÍK/LÍKAR: Engar.