Knautia arvensis

Ættkvísl
Knautia
Nafn
arvensis
Íslenskt nafn
Rauðkollur (Bláhattur)
Ætt
Dipsacaceae (Stúfuætt)
Samheiti
Knautia borderei SzabóKnautia catalaunica SzabóScabiosa arvensis L.Scabiosa polymorpha F. W. SchmidtTrichera arvensis (L.) Schrader in Roemer & Schultes, Syst. Veg. 3: 54. 1818.Knautia arvensis subsp. polymorpha (Szabó) O. SchwarzKnautia arvensis subsp. pratensis Rouy
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í djúpum, frjóum jarðveg (er ræktaður í görðum hér og hvar).
Blómalitur
Ljósfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.4-0.9 m
Vaxtarlag
Dálítið skriðulir, meira eða minna skástæðir stönglar 40- 90 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin flest neðan til á stöngli, neðstu heil, eða með oddmjóa flipa, en þau efri fjaðurskipt, öll mjúkhærð.Blómin á hliðargreinum ofan til, margar, lítið eitt hvelfdar blómkörfur, jaðarblómin með lengri krónuflipa en hin innri. LÍK/Líkar. Sjaldgæfur slæðingur, sem líkist ofurlítið stúfu, en kollurinn er mun rauðari og flatur og líkist því enn fremur körfu í lögun. Einnig auðgreindur frá stúfu á blöðunum sem eru fjaðurskipt.
Heimildir
9, HKr, H.Sig.
Útbreiðsla
Sjaldgæfur slæðingur sem finnst á nokkrum stöðum á Norðurlandi og í nágrenni Reykjavíkur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa