Vex í deigum, leirkenndum jarðvegi, flögum og deiglendi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05 - 0.20 m
Vaxtarlag
Myndar litlar, fremur gisnar þúfur eða toppa. Stráin bein, upprétt með einu eða fáum, þráðmjóum blöðum, 5-20 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin neðst á stönglinum eða stofnstæð, sívöl.Eitt lítið, endastætt blómhnoða með þrem til fjórum blómum, umlukið brúnleitum blöðum. Tvö eða þrjú stutt og breið, hreisturlaga stoðblöð við axið. Blómhlífarblöðin gulhvít eða bleikleit en dekkri í endann, sex í hverju blómi, verða rauðbrún með aldrinum. Fræflar sex, ein fræva með þrískiptu fræni. Aldin oddmjó hýði, dökkrauðbrún en ljós neðan til. Blómgast í júní-júlí. 2 n = 50.LÍK/LÍKAR: Flagasef & Fitjaskúfur. Flagasef þekkist á færri blómum, lit blómhlífar og aldinlögun og á stoðblaðinu undir blómskipuninni.Fitjaskúfurinn er auðþekktur á blöðkulausum blaðslíðrum og 6 burstum umhverfis aldinið.