Juncus trifidus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
trifidus
Íslenskt nafn
Móasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus monanthos Jacquin; J. trifidus subsp. carolinianus HamitHämit-Ahti; J. trifidus subsp. monanthos (Jacquin) Ascherson & Graebner; J. trifidus var. monanthos (Jacquin) Bluff & Fingerhuth
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í þúfnakollum í þurrum móum, oft í allstórum flákum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.08 - 0.25 m
Vaxtarlag
Stráin grönn, mörg saman í þéttum þúfum eða toppum, oft bogin, fíngerð, mjúk með gulbrúnum slíðrum neðst, sem verða eftir á fyrra árs sprotum, 8-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin brúnleit, löng, þráðmjó (0,2-0,5 mm), með löngum blaðslíðrum og ná langt yfir blómskipunina. Blómin standa í einu eða tvennu lagi í blaðöxlunum, fá saman (eitt til fjögur) í litlum blómhnoðum. Blómhlífarblöðin gljáandi svartbrún, hvassydd, himnurend ofan til. Fræflar 6 með ljósgulum frjóhnöppum. Frævan ljósgræn með langan stíl og þrískipt fræni. Hýðið gljáandi dökkbrúnt, trýnt, styttra en blómhlífin. Blómgast í júní-júlí. 2n = 40.LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000186
Útbreiðsla
Algengt um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, V Síbería, Grænland og fjöll í A N-Ameríku.