Juncus ranarius

Ættkvísl
Juncus
Nafn
ranarius
Íslenskt nafn
Lindasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus bufonius ssp. ranarius (Nees ex Song & Perr) Hiit
Lífsform
Einær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í malarkenndum jarðvegi eða flögum við lindir og laugar og á lækjar- eða áreyrum og rökum nýgræðum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.02 - 0.12 m
Vaxtarlag
Einær jurt. Stráin ljósgræn, mjúk, kvíslgreind, útsveigð og jarðlæg með mórauðum slíðrum í þéttri hvirfingu, 2-12 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mjó (um 1 mm), striklaga. Blómhnoðun flest einblóma. Blómhlífarblöðin sex, snubbótt, jafnlöng. Aldin er gljáandi rauðbrúnt hýði sem er snubbótt og án stílleifa, nokkru styttra en blómhlífin. Fræin gulgræn. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 34.LÍK/LÍKAR: Lækjasef. Lindasef þekkist frá því á jarðlægri hvirfingu, og á því að innri blómhlífarblöðin eru snubbótt vegna þess að himnufaldurinn helst nokkuð breiður fram að oddinum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=240001379
Útbreiðsla
Allalgeng um land allt, vex stjált hér og þar utan hálendisins. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía