Juncus bufonius var. congestus (S. Watson) Fernald; J. bufonius var. halophilus Buchenau & Fernald; J. bufonius var. hybridus Farwell; J. bufonius var. occidentalis F. J. Hermann; J. bufonius var. ranarius Farwell; J. ranarius Songeon. & E. Perrieeir; J. bufonius var. ranarius Farwell; J. bufonius var. occidentalis F. J. Hermann; J. congestus S. Watson; J. ranarius Songeon & E. Perrier
Lífsform
Einær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex við lindar, í rökum flögum og á flæðum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.04 - 0.15 m
Vaxtarlag
Einær jurt með grænum, mjúkum, kvíslgreindum, uppréttum stráum, stráslíður með breiðum himnufaldi, 3-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin sívöl, um 1 mm á breidd, hol innan með þverveggjum. Neðstu blaðslíðrin yfirleitt áberandi rauð.Blómhnoðun oftast einblóma, dreifð um blómskipunina, á nokkuð uppréttum, grönnum greinum. Blómhlífarblöðin 6, lengri en hýðið, öll oddhvöss, græn í miðju, með breiðum, glærum himnufaldi sem mjókkar jafnt upp, þrjú þau ytri oftast lengri en þau innri. Aldinið ljósgulgrænt eða brúnt, gljáandi, töluvert styttra en blómhlífin. Fræin ljósgulbrún. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Lindasef. Lækjasef yfirleitt hærra með uppréttara vaxtarlag og dreifaðri og gisnari blómskipan, einnig mjókkar himnufaldur innri blómhlífarblaðanna jafnt upp í skarpan odd. Tegundir þessar eru oft ekki aðgreindar, og ganga þá undir samheitinu lindasef.