Litlar þúfur eða toppar með beinum, ein¬blaða stráum, 4-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin (blaðið) aðeins neðst á stönglinum og stofnstæð, mjó, sívöl, ydd.Eitt lítið, oftast tvíblóma blómhnoða á stráendanum. Eitt stutt stoðblað undir blómskipuninni, yfileitt töluvert lengra en blómhnoðað. Blómhlífarblöðin sex, gul í fyrstu en verða dökkbrún eða svört, ydd. Fræflar sex, ein fræva með þrískiptu fræni. Aldin gulleit hýði, oft brún efst og á jöðrunum, snubbótt eða örlítið sýld í endann. Blómgast í júní. 2n = 120.LÍK/LÍKAR: Blómsef. Flagasef má þekkja á stoðblaðinu, færri blómum, lit blómhlífar og aldinlögun.