Juncus biglumis

Ættkvísl
Juncus
Nafn
biglumis
Íslenskt nafn
Flagasef
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus biglumis var. ajonskensis Novikov
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í rökum leirflögum, einkum til fjalla.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.04 - 0.15 m
Vaxtarlag
Litlar þúfur eða toppar með beinum, ein¬blaða stráum, 4-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin (blaðið) aðeins neðst á stönglinum og stofnstæð, mjó, sívöl, ydd.Eitt lítið, oftast tvíblóma blómhnoða á stráendanum. Eitt stutt stoðblað undir blómskipuninni, yfileitt töluvert lengra en blómhnoðað. Blómhlífarblöðin sex, gul í fyrstu en verða dökkbrún eða svört, ydd. Fræflar sex, ein fræva með þrískiptu fræni. Aldin gulleit hýði, oft brún efst og á jöðrunum, snubbótt eða örlítið sýld í endann. Blómgast í júní. 2n = 120.LÍK/LÍKAR: Blómsef. Flagasef má þekkja á stoðblaðinu, færri blómum, lit blómhlífar og aldinlögun.
Heimildir
1,2,3,9; HKr; http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000097
Útbreiðsla
Algengt um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, A, M og N Evrópa, temp. Asía.