Juncus arcticus

Ættkvísl
Juncus
Nafn
arcticus
Íslenskt nafn
Hrossanál
Ætt
Juncaceae (Sefætt)
Samheiti
Juncus balticus Willd. (ssp. balticus); Juncus arcticus subsp. alaskanus Hultén
Lífsform
Fjölær (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex á hálfdeigum bökkum, rökum sendnum áreyrum og á jöðrum þurrlendis og votlendis.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.45 m
Vaxtarlag
Stráin eru sívöl eða nálarlaga, stælt, stinn, sívöl, hol, 1,5-2 mm í þvermál, 15-45 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin mynda slíður neðst á stönglinum, en enga blöðku. Stoðblaðið nokkuð langt, en þó meira en helmingi styttra en stráið. Nokkur blómhnoðu í þéttum hnapp sem virðist hliðstæður ofarlega á stráinu, en í raun er það stoðblaðið, sem blekkir en það er sívalt með nálaroddi og stendur í beinu framhaldi af stráinu. Blómin venjulega mörg og legglöng. Blómhlífin 6-blaða. Blómhlífarblöðin odddregin, dökkbrún. Fræflar sex með gulgræna frjóhnappa. Frævan rauð með stuttum stíl og þrískiptu, bleiku fræni. Hýðið kaffibrúnt, þrístrent og stutttrýnt. Blómgast í júní-júlí. Deilitegundin J. a. ssp. arcticus, tryppanál, er hér einnig, einkum til fjalla og á hálendinu. Hún er hins vegar ekki vel aðgreind frá hrossanálinni, og því óljóst með útbreiðslu hennar. LÍK/LÍKAR: Þráðsef. Hrossanálin er með stinnari og sverari strá, dekkri blómskipan og stoðblaðið er miklu styttra en stráið.
Heimildir
9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=222000092; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Juncus+balticus
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, N Ameríka, N Asía (alg. á heimskautasvæðum).