Hymenophyllum wilsonii

Ættkvísl
Hymenophyllum
Nafn
wilsonii
Íslenskt nafn
Mosaburkni
Samheiti
Hymenophyllum unilaterale auct., vix Bory
Lífsform
Fjölær burkni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex í mosaþembum í urðum og klettum.
Hæð
0.02-0.05 m
Vaxtarlag
Fjölær, örsmár og afar fíngerður burkni, nánast mosalíkur, með þunnum og nær gagnsæjum blöðum og skriðulum jarðstöngli.
Lýsing
Blöð um 1-4 sm á lengd, á hárfínum blaðstilkum upp af láréttum jarðstöngli. Blöðin óreglulega fjaðurskipt með stakstæðum, flipóttum, þunnum, himnukenndum smáblöðum, dökkgrænum með brúnleita miðstrengi og rif. Gróhirslurnar á oddum blaðflipanna.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæfur. Aðeins fundinn á einum stað á Suðurlandi, í Deildarárgili í Mýrdal 1974.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Danmörk, Færeyjar, Frakkland, Írland, Noregur, Portúgal, Spánn, Tyrkland og Stóra Bretland.