Holcus lanatus

Ættkvísl
Holcus
Nafn
lanatus
Íslenskt nafn
Loðgresi
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Avena lanata (L.) Hoffm.; Holcus lanatus var. soboliferus Duwensee; Notholcus lanatus (Linnaeus) Nash ex Hitchcock.; Ginannia lanata (L.) F.T.Hubb.; Ginannia pubescens Bubani;
Lífsform
Fjölær grastegund (einkímblöðungur)
Kjörlendi
Vex í valllendi, graslendi, brekkum, mólendi og skurðbökkum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.30 - 0.60 m
Vaxtarlag
Stráin grófgerð í litlum þúfum, 30-60 sm á hæð. Öll jurtin þétthærð fremur mjúkum gráum hárum.
Lýsing
Blöðin ljósgrágræn, 4-8 mm á breidd. Slíðurhimnan stutt, 1-1,5 mm á lengd. Punturinn oftast bleikfjólublár, þéttur, egglaga, mjúkur og dökkur með tvíblóma smáöxum 6-15 sm á lengd. Tvíkynja blóm neðar en einkynja karlblóm ofar. Axagnir loðnar, 4-5 mm á lengd, ytri axögnin eintauga, en sú innri með þrem upphleyptum taugum og stuttum týtubroddi í endann. Blómagnirnar grænar, gljáandi, hárlausar með löngum hárum við grunn. Ytri blómögn efra blómsins með boginni eða snúinni týtu, sem nær ekki út úr axinu. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar, þekkist á áberandi hæringu, aðeins lógresi er eins áberandi loðið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025530
Reynsla
Punturinn ágætur í þurrblómaskreytingar.
Útbreiðsla
Algengt á nokkru svæði austan Markarfljóts, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Annars staðar aðeins sem sjaldgæfur slæðingur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (víða ílend og skráð sem ágent illgresi í tepraða beltinu).