Vex eingöngu á sjávarflæðum eða síkjum út frá þeim. Mjög sjaldgæf, vex t.d. á sjávarflæðum við Eyjafjörð.
Blómalitur
óásjáleg
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.10-0.40 m
Vaxtarlag
Rengluleg, blágræn jurt sem líkist lófæti og er stundum talinn afbrigði þeirrar tegundar, 10-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 2-5 mm á breidd og 1-2 sm á lengd, lensulaga eða sporbaugótt, 4-6 í hverjum kransi. Stöngulliðir lengri en blöðin. Blómgast í júlí.Blómin standa stök í blaðöxlunum, tvíkynja í sambýli og yfirsætin, örsmá og ósjáleg, kvenblóm ofar en karlblóm neðar. Blómhlífin einföld, í raun aðeins fjórir smásepar sem standa út úr frævunni ofanverðri. Ein fræva og einn fræfill í hverju blómi. Aldin hnot. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Lófótur. Flæðalófótur er heldur lægri, með styttri og breiðari blöð og aðeins fjögur til sex blöð í hverjum blaðkransi (8-12 á lófót). Auk þess vex hann eingöngu á sjávarflæðum og/eða í síkjum út frá þeim.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, fundinn á nokkrum stöðum á norðanverðu landinu í síkjum og leirum á sjávarflæðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Japan, Mexíkó, N Ameríka, Rússland