Hieracium anglicum

Ættkvísl
Hieracium
Nafn
anglicum
Íslenskt nafn
Tígulfífill
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Hieracium perampliforme Dahlst.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Vex í graslendi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
25-50 cm
Vaxtarlag
Nokkuð hávaxinn, kvíslgreindur undafífill, 25-50 sm á hæð. Stöngull grófgerður með einu blaði og löngum, þéttstæðum hárum neðan til.
Lýsing

Þrjú-fjögur stór, langstilkuð hvirfingarblöð, egglaga eða egglendulaga, ydd, með hvassar nokkuð órelgulegar tennur. Stöngulblaðið tígullaga eða tígullensulaga, breiðast ofan miðju, langytt með fleiglaga grunni, greipfætt.Körfur eingöngu með tungukrónur og standa stöngulendum. Birður stórar, grágrænar með gildum stinnum burstkenndum grráum hárum og stjarnhærðar á jöðrum. Blómagast í júlí-ágúst. 2n=36.

Heimildir
2,9, HKr
Útbreiðsla
Algengur á Suðausturlandi frá Fljótshlíð norður á Fljótsdalshérað. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Danmörk, Frakkland, Írland, Stóra Bretland