Blöðin flest í hvirfingu við grunn, öfugegglaga, oddbaugótt eða lensulaga, ofurlítið tennt, dragast jafnt saman að stilknum. Hver karfa 2,5-3,5 sm í þvermál. Blómin öll tungukrýnd, fagurgul. Fræflar 5 í hring utan um stílinn sem er með klofið fræni. Reifablöðin grænsvört, kafloðin. Geldæxlun. Biður með löngum, þéttum, dökkgráum eða ljósleitum hárum. 2n = 27LÍK/LÍKAR: Fellafífillinn er lægri og loðnari en flestir aðrir undafíflar.