Gymnocarpium dryopteris

Ættkvísl
Gymnocarpium
Nafn
dryopteris
Íslenskt nafn
Þrílaufungur
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Dryopteris linnaeana C. Chr.Lastrea dryopteris (L.) BoryPhegopteris dryopteris (L.) FéeThelypteris dryopteris (L.) Sloss
Lífsform
Fjölær burkni - gróplanta
Kjörlendi
Vex í kjarrlendi, gjótum og gjám, innan um lyng eða í hraunsprungum.
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Upp af láréttum, reglulegum, greindum jarðstönglum vaxa gisstæð, tví- þrífjöðruð blöð með grönnum og fínlegum blaðstilkum, 10-30 sm á hæð. Blaðstilkurinn oftast lengri en blaðkan, gisflosugur ljósbrúnu hreistri, sérstaklega neðan til.
Lýsing
Blöðin þunn, ljósgræn, skakktíglótt, hárlaus, samsett af þrem stilklöngum og nær jafnstórum, þríhyrndum og tví- þríhálffjöðruðum blöðkum. Smáblöðin fínstilkuð. Neðsta smáblaðparið langstærst og hvort blað um sig álíka langt og öll hin til samans, svo að blaðkan lítur út eins og hún sé skipt í þrjár minni blöðkur. Smáblöð annarrar gráðu fjöðruð eða fjaðurskipt, með ávölum endatönnum. Gróblettirnir kringlóttir og gróhula engin. Gró 34-39 µm. 2 n = 160.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðgreindur frá öðrum burknum á áberandi þrískiptingu blöðkunnar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200003903
Útbreiðsla
Allvíða á Vesturlandi og Vestfjörðum, einnig í útsveitum á Miðnorðurlandi og á Austfjörðum. Annars staðar sjaldgæfur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, N og M Evrópa, N Asít til Kína og Japan.