Gentianella aurea

Ættkvísl
Gentianella
Nafn
aurea
Íslenskt nafn
Gullvöndur
Ætt
Gentianaceae (Maríuvandarætt)
Samheiti
Arctogentia aurea (L.) A. LoveGentiana aurea L.
Lífsform
Tvíær jurt
Kjörlendi
Vex í graslendi, brekkum, gilkinnungum, melum og sandflesjum nálægt sjó og víðar.
Blómalitur
Fölfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Jurt, 5-15 sm á hæð. Stönglar uppréttir og/eða uppsveigðir, skarpstrendir eða vængjaðir, hárlausir. Aðalstöngull greinist neðantil, hliðargreinar uppsveigðar og allar grennri og styttri en aðaðalstöngullinn.
Lýsing
Stöngulblöðin fá, tvö efstu standa rétt neðan við toppblómin og mynda reifar um þau. Stöngulblöðin annars stilklaus, egglaga, heilrend, odddregin í endann en niðurbreið. Grunnblöðin og jafnvel neðstu stöngulblöðin niðurmjó, stuttstilkuð, öfugegglaga eða spaðalaga.Blómin fölfjólublá í efri enda, oft grænhvít neðan til, oftast allmörg saman í hnapp, rétt ofan við fjögur allstór laufblöð. Pípulaga, samblaða króna. Krónublöðin oftast 5, en stundum 4, oft blámenguð. Krónan tiltölulega lítil, 4-5 mm í þvermál og 7-8 mm á lengd. Krónuflipar odddregnir, engir ginleppar að innanverðu. Bikarinn klofinn niður fyrir miðju í 4-5 flipa. Bikarfliparnir örlítið styttri en krónuflipar, mjóir (-1 mm), misstórir. Fjórir fræflar, ein fræva. Aldin hýði. Blómgast í Júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Maríuvendlingur. Gullvöndurinn auðgreindur frá honum á fjólubláleitari blómum með styttri krónupípu og þéttri blómskipan, gjarnan mörg blóm saman í þyrpingu.
Heimildir
1,2,3,9,HKr
Útbreiðsla
Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, Skandinavía, Mexíkó