Afar sjaldgæf, en líkist augnfró. Blómin eru hvít - ljósfjólublá með blárauðum rákum og gulum blett á neðri vör. Bikarinn ásamt efstu laufblöðunum nær eingöngu með örsmáum kirtilhárum, blómin heldur stærri, 8-9 mm á lengd. Samkvæmt rússnesku flórunni er réttara nafn Euphrasia vernalis List.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, fundin á nokkrum stöðum, algengust á Suðvesturlandi, sums staðar við jarðhita (t.d. í Laugarási).Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka