Erysimum strictum

Ættkvísl
Erysimum
Nafn
strictum
Íslenskt nafn
Aronsvöndur
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Erysimum hieracifolium Linnaeus, Cent. Pl. I, 18. 1755.; Erysimum hieraciifolium subsp. virgatum (Roth) Schinz & R. Keller
Lífsform
Tvíær jurt
Kjörlendi
Vex í þurrum brekkum, í klettum, í giljum og í blómlendi, auk vegbrúna.
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.40-0.80 m
Vaxtarlag
Tvíær jurt, 40-80 (-100) sm á hæð. Stönglar uppréttir en oft stofnsveigðir, ógreindir eða greindir ofan til, þéttblöðóttir, sterklegir, gáróttir og með aðlægum hárum.
Lýsing
Eingöngu stöngulblöð. Blöðin stakstæð, gistbugennt eða nær heilrend og með gisnum kvísl- eða stjörnuhárum, 2-8 sm á lengd. Neðstu blöðin stilkuð, aflöng eða spaðalaga og snubbótt. Efri blöðin stilklaus eða nær stilklaus, lensulaga eða aflöng og ydd. Blómin fjórdeild, mörg saman í stuttum klösum úr efri blaðöxlum. Krónublöðin öfugegglaga eða aflöng, gul, 7-9 mm á lengd. Bikarblöðin græn, 4-5 mm. Sex fræflar, ein fræva. Skálpar uppréttir, margfalt lengri en leggirnir, 1,5-3 sm á lengd en aðeins um 1 mm á breidd. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur nema við Mývatn, þar er hann mjög algengur eins og nafnið Mývatnsdrottning bendir til. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Rússland, Asía (t.d. Kína), slæðingur í N Ameríku.