Erigeron uniflorus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
uniflorus
Ssp./var
ssp. uniflorus
Íslenskt nafn
Fjallakobbi (fjallajakobsfífill)
Ætt
Asteraceae (Körfublómaætt)
Samheiti
Erigeron eriocalyx (Ledeb.) Vierh. Erigeron eriocephalus (DC.) Vierh. Erigeron uniflorus subsp. eriocephalus (J. Vahl) Cronquist
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á melum, bollum, hlíðum og móum til fjalla.
Blómalitur
Geislablóm hvít, hvirfill gulur
Blómgunartími
Júní,Júlí-ág.
Hæð
0.04-0.10 (-0.15) m
Vaxtarlag
Smávaxin háfjallajurt sem líkist smávöxnum eintökum af jakobsfífli. Stönglar þétthærðir, einkum ofan til, 4-10 sm á hæð, stönglar oft margir af sömu rót. Getur orðið hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Stöngulblöðin lensulaga, sum stofnblöðin spaðalaga eða öfugegglaga á vængjuðum stilk. Endastæð karfa, um 1,5 sm í þvermál. Reifablöðin sem lykja um körfuna eru dökkfjólublá, einkum í endann, odddregin, hvítloðin, þau neðstu oft áberandi útstæð. Geislablómin eru hvít í fyrstu en verða síðan grá- eða rauðfjólublá og kafloðin hrokknum hárum. Hvirfilblómin gulleit. Blómgast í júní-júlí.Skiptist í tvær deilitegundir E. u. subsp. uniflorus og E. u. subsp. eriocephalus (J.Vahl) Cronq., jöklakobbi (sjá næstu).LÍK/LÍKAR: Jakobsfífill & snækobbi. Fjallakobbinn er mun lægri en jakobsfífill, alltaf með eina hlutfallslega stærri körfu, grunnblöð +/- spaðalaga og snubbótt og auk þess er fjallakobbinn með útstæð reifablöð. Fjallakobbi þekkist frá snækobba á hvítum hárum á reifablöðunum og flatari körfubotni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða upp til heiða og á miðhálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka þ.mt. Grænland, Kanada og Alaska.