Smávaxin háfjallajurt sem líkist smávöxnum eintökum af jakobsfífli. Stönglar þétthærðir, einkum ofan til, 4-10 sm á hæð, stönglar oft margir af sömu rót. Getur orðið hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Stöngulblöðin lensulaga, sum stofnblöðin spaðalaga eða öfugegglaga á vængjuðum stilk. Endastæð karfa, um 1,5 sm í þvermál. Reifablöðin sem lykja um körfuna eru dökkfjólublá, einkum í endann, odddregin, hvítloðin, þau neðstu oft áberandi útstæð. Geislablómin eru hvít í fyrstu en verða síðan grá- eða rauðfjólublá og kafloðin hrokknum hárum. Hvirfilblómin gulleit. Blómgast í júní-júlí.Skiptist í tvær deilitegundir E. u. subsp. uniflorus og E. u. subsp. eriocephalus (J.Vahl) Cronq., jöklakobbi (sjá næstu).LÍK/LÍKAR: Jakobsfífill & snækobbi. Fjallakobbinn er mun lægri en jakobsfífill, alltaf með eina hlutfallslega stærri körfu, grunnblöð +/- spaðalaga og snubbótt og auk þess er fjallakobbinn með útstæð reifablöð. Fjallakobbi þekkist frá snækobba á hvítum hárum á reifablöðunum og flatari körfubotni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Víða upp til heiða og á miðhálendinu.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka þ.mt. Grænland, Kanada og Alaska.