Erigeron unalaschkensis (DC.) Vierh.Erigeron uniflorus var. unalaschkensis (DC.) Ostenf.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex á grónum bökkum og geirum hátt til fjalla.
Blómalitur
Dökkfjólubláar tungur, pípukrónur gular
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.02-0.10 m
Vaxtarlag
Lauf flest við grunn. Stönglar og körfur þétthærðar fjólubláyrjóttum hárum, 2-6 sm á hæð, stönglar oft einn til þrír á sömu rót.
Lýsing
Neðstu blöðin, spaðalaga og vængstilkuð. Stöngulblöðin aflöng eða lensulaga. Blómin í körfum sem eru um 1,5 sm í þvermál, ein á hverjum stöngulenda. Körfubotninn mjókkar jafnt niður að stönglinum og því ekki eins flatur og á hinum kobbategundunum. Geislablómin með hvítum tungukrónum. Reifablöðin dökkfjólublá með fjólubláum hárum. Hvirfilblómin gulleit. Blómgast í júní-júlí. 2n = 36LÍK/LÍKAR: Fjallakobbi. Snækobbinn greinist frá honum á fjólubláum reifahárum á í stað hvítra, og trektlaga körfubotni auk þess sem Snækobbinn finnst tæpast neðan 700 m og vex eingöngu um miðbik hálendisins norðan jökla.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf en falleg kobbategund. Vex strjált á hálendinu norðan jökla frá Langjökli og austur úr. Einnig fundinn allvíða á háfjöllum við Eyjafjörð. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, pólhverf; N Ameríka, Grænland, Kanada, N Evrópa, N & A Asía