Djúplægir, víðskriðulir, greindir jarðstönglar. Ofanjarðarstönglarnir liðskiptir, sívalir, gáróttir, með liðskiptum, kransstæðum, marggreindum greinum, 20-40 sm á hæð. Öll jurtin með nokkuð gulbrúnum blæ.
Lýsing
Stönglarnir sívalir, gáraðir, liðskiptir, með liðskiptum kransstæðum greinum. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur 9-12, brúnar eða rauðbrúnar ofan til. Greinarnar 9-12 í kransi, hvassferstrendar með grænleitum eða móbrúnum tönnum við hvern lið, greinast oft sjálfar í tvennt eða þrennt við hvern af neðstu liðunum. Ystu greinendar með ógreinda liði, þrístrendir. LÍK/LÍKAR: Fremur auðþekkt á brúnleitum slíðrum og marggreindum greinum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, aðeins fundin á þrem svæðum, Heydal og Ingólfsfirði á Vestfjörðum, og í Sandvík við Gerpi. Friðuð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. beltið; N Ameríka, Evrópa, Asía