Equisetum heleocharis Ehrh. Equisetum limosum L. quisetum lacustre Opiz Equisetum maximum Lam. Equisetum uliginosum H. L. Mühl. ex Willd.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í tjörnum, síkjum, mýrum, blautum flóum og víðar, oft í miklum breiðum. Algeng um land allt.
Hæð
0.30-0.80 m
Vaxtarlag
Djúplægir, víðskriðulir, greindir jarðstönglar. Af þeim vaxa allgildir ofanjarðarstönglar, uppréttir, blöðóttir, liðskiptir, sívalir með víðu miðholi, greinalausir eða með fáum, stuttum, sívölum greinum, 30-80 sm á hæð.
Lýsing
Oft litlir sem engir greinakransar en séu þeir fyrir hendi eru greinar 4-7 strendar, stuttar og strjálar. Tennt, jafnvíð slíður er við hvern stöngullið. Tennur reglulegar, mjóar, sýllaga, svartar, með mjóum himnujaðri, oftast 12-14, oddmjóar, oftast með móleitu belti undir liðskiptingunni. Gróöx endastæð á grænum stönglum, snubbótt í toppinn. Axleggir gildir og stuttir en stundum eru öxin legglaus.LÍK/LÍKAR: Eski. Ferginið er mun mýkra og með mun víðara miðhol, reglulegri og varanlegri slíðurtennur og vex í blautara landi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um allt land, síst hátt til fjalla og strjált á Vestfjörðum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel; Evrópa, Asía, N Ameríka.