Epilobium hornemannii var. lactiflorum (Hausskn.) D.Löve
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í rökum jarðvegi, í grónum urðum, móum og í skuggsælum giljur, klettum og rökum bollum til fjalla.
Blómalitur
Hvítur með bleikum blæ
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.08-0.35 m
Vaxtarlag
Stönglar strendir, uppréttir eða skástæðir, blöðóttir og oftast með mjóum, hærðum rákum. Dálítið breytileg hvað hæð varðar og getur verið frá 8-35 sm á hæð og jafnvel hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Blöðin eru hárlaus, smátennt eða heilrend, stuttstilkuð og gagnstæð upp fyrir miðjan stöngul, sporbaugótt eða oddbaugótt, egglaga, snubbótt eða ávöl í enda, 1,5-3 sm á lengd, 6-12 mm á breidd. Efstu blöðin heilrendari, öll minni og mjórri og þá gjarnan langegglaga eða lensulaga.Blómin eru fjórdeild, lítil, hvít með bleikum blæ. Krónan 3-5 mm á lengd. Bikarinn ljósleitur, lítið eitt styttri. Fræflar 8 og ein fjórblaða fræva, 3-5 sm á lengd. Frænið kylfulaga, óskipt. Aldinið klofnar í fjóra renninga við þroskun. Hýðin hárlaus eða því sem næst. Fræin með hvítum svifhárum. Blómgast í júní-júlí.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á hvítum blómum og ljósum og lítt rauðmenguðum stönglum og blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Nokkuð algeng og vex á strjálingi hér og þar um landið. Algengari norðanlands en sunnan og ófundin í regnskugganum norðan Vatnajökuls.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Tempraða Asía, N og A Evrópa, N Ameríka, Grænland, Kanada