Epilobium anagallidifolium

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
anagallidifolium
Íslenskt nafn
Fjalladúnurt
Ætt
Onagraceae (Eyrarrósarætt)
Samheiti
Epilobium alpinum L. p.p.Epilobium anagallidifolium var. pseudoscaposum (Hausskn.) Hulten
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex helst í snjódældum og rökum bollum til fjalla. Er þar fremur algeng en sjaldséð á láglendi og í snjóléttum sveitum.
Blómalitur
Rauðfjólublár
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.02-0.10 m
Vaxtarlag
Lágvaxin rauðleit og dökkgræn fjallajurt, 2-10 (-15) sm á hæð. Stönglar tvíhliðhærðir, kengbognir á blómgunartíma en réttast upp þegar aldin þroskast.
Lýsing
Blöðin smá, 1-1,5 sm á lengd, og 3-6 mm á breidd, hárlaus, gagnstæð, öfugegglaga, oddbaugótt eða lensulaga, oftast snubbótt í endann, oftast örlítið tennt en stundum nær heilrend. Blómin smá, rauðfjólublá, oftast aðeins eitt eða tvö saman, 5-7 mm á stærð. Bikarinn oftast rauður. Fræflar fjórir og ein fjórblaða fræva með einu óskiptu fræni. Frævan er undir yfirsætnu blómi og klofnar í fjórar ræmur við þroska. Fræva með hvítum svifhárum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á kengbognum stöngli og stærðinni.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng til fjalla um land allt, en fremur sjaldséð á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Evrópa