Vex í móum, þurrum melbrekkum og gilbörmum. Nokkuð víða á norðurlandi vestan Vaðlaheiðar og einnig á norðvesturlandi, sjaldséð annars staðar.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.20 - 0.40 m
Vaxtarlag
Lausþýfð grastegund, stráin fremur grönn og mjúk, hárlaus, 20-40 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin 3-5 mm á breidd, breið og fremur snörp, slíðurhimnu vantar.Axið tvíhliða, rauðfjólubláleitt og bládöggvað, 4-8 sm á lengd. Smáöxin með þrem til fjórum blómum. Axagnirnar grænar eða fjólubláleitar í miðju með um 0,6-1 mm breiðum himnufaldi, með um 1 mm langri týtu, skarpyddar, oft skakkar. Fjórar taugar öðrum megin, en tvær til þrjár hinum megin við miðtaugina. Blómagnir hærðar, sú neðri með stuttri týtu. Blómgast í júní-júlí. 2n = 28.LÍK/LÍKAR: Kjarrhveiti & húsapuntur. Kjarrhveitið þekkist á axögnunum og á mun lengri týtum. Húsapuntur auðþekktur á löngum jarðrenglum.
Víða í innsveitum Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Annars mjög sjaldgæft, ófundið á Vestur-, Suður- og AusturlandiÖnnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kína, Rússland, N Ameríka, Evrópa (N Svíþjóð, N Noregur)