Dryopteris filix-mas

Ættkvísl
Dryopteris
Nafn
filix-mas
Íslenskt nafn
Stóriburkni
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Aspidium depastum Schkuhr; Aspidium erosum Schkuhr; Aspidium expansum Dietr.; Aspidium filix-mas (L.) Sw.; Aspidium mildeanum Göpp.; Aspidium opizii Wierzb.; Lastrea filix-mas (L.) C. Presl; Nephrodium filix-mas (L.) Rich.; Polypodium heleopteris Borkh.; Polypodium nemorale Salisb.; Polystichum filix-mas (L.) Roth; Polystichum polysorum Todaro;
Lífsform
Fjölær burkni (gróplanta)
Kjörlendi
Vex í urðum, gjám, snjódældum, hraunsprungum, grónum brekkum, skóglendi og runnlendi. Fremur sjaldgæf en algengari vestanlands (t.d. á Snæfellsnesi og Vestfjörðum) en annars staðar á landinu.
Hæð
0.30 - 0.90 m
Vaxtarlag
Uppréttur eða uppsveigður jarðstöngull með einni eða fáum en þéttum blaðhvirfingum. Blaðstilkurinn áberandi brúnflosugur neðan til, og er um fjórðungur af heildarlengd blökunnar en stundum ríflega það. Hæð 30-100 sm.
Lýsing
Blöðkur stórar, uppréttar, tvíhálffjaðraðar og geta orðið meir en metri á lengd. Smáblöðin eða flipar þeirra aflangir eða lensulaga, bogsagtenntir, snubbóttir, flatir eða uppbeygðir, um10 sm á lengd og 2-2,5 sm á breidd, mjókka út í odd í endann, en nokkuð jafnbreið niður að miðstilk blöðkunnar, lengst um miðbik blöðkunnar en fara minnkandi til beggja enda. Smáblöð annarrar gráðu óskipt en tennt, með 5-10 kringlóttum gróblettum í tveim röðum á neðra borði. Gróblettirnir um 1,5 mm í þvermál, að minnsta kosti þrír og oftast fimm eða sex á hverjum flipa. Gróhulan varanleg, nýrlaga eða nær kringlótt, þekur vel miðju blettsins. 2 n = 164.LÍK/LÍKAR: Fjöllaufungur & dílaburkni. Fjöllaufungur þekkist öruggast frá honum á hliðstæðri, aflangri gróhulu, og dýpri skerðingum smáblaða annarrar gráðu. Dílaburkna má þekkja á því að blaðkan er meira skipt (minnst þrífjöðruð) og með hlutfallslega lengri blaðstilk en auk þess má nefna að bleðlar hliðarsmáblaðanna eru misstórir á hvorri hlið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004423;http://www.pfaf.org/database/plants.php?Dryopteris+filix-mas
Reynsla
“Stórvaxnasti burkni landsins, getur orðið allt að 100 sm á hæð. Jarðstöngullinn hefur verið brúkaður um aldaraðir og er að finna í mörgum lyfjaskrám enn, því að hann drepur innyflaorma. Um 15 g af jarðstöngli skyldi etinn með miði, en áður áttu menn að hafa etið hvítlauk. Í stönglinum er eitur og því skyldu menn varast að neyia hans í stórum skömmtum. Sé stóriburkni brenndur til ösku má nota hann til sápugerðar, því að í honum eru auðleyst sölt. Talsverð hjátrú loðir einnig við hann í ýmsum löndum. Blöðin gefa grænan lit.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Allvíða á Vesturlandi og Vestfjörðum, sjaldgæfur á Norðurlandi og Austurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía.