Fjölær, þýfð grastegund. Stráin upprétt eða útsveigð 5–30 sm á hæð með 1-3 knjáliðum.
Lýsing
Lauf að mestu við grunn. Laufin flöt eða uppvafin,; 5–25 sm á lengd og 2–4 mm á breidd.Blómin í punti með (3–)4–9(–11) frjóum smáöxum. Punturinn þéttur, línulaga eða aflangur, 2–7 sm á lengd með tiltölulega fáum smáöxum. Fræflar 3, 0.2–0.5 mm á lengd og standa ekki út úr blóminu.
Mjög sjaldgæfur, aðeins fundinn á einum stað í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Tegundin er á válista og friðuð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, tempraða Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, N Ameríka og S Ameríka.