Upp af láréttum jarðstönglum vaxa margskipt blöð sem mynda þéttar þyrpingar ljósgulgrænna blaða. Stönglar uppsveigðir eða uppréttir, 8-20 sm á hæð.
Lýsing
Grólausu blöðin eru stutt með breiðum flipum, langstilkuð, ljósgræn, margskipt, þrífjöðruð, 3-7 sm á lengd. Smábleðlar þriðju gráðu fjaðursepóttir. Gróbæru blöðin lengri, með mjóum flipum, flipar með niðurorpnum röðum, sem gróblettirnir liggja undir. Engin gróhula. 2n = 60.LÍK/LÍKAR: Engar.
Mjög sjaldgæfur. Þessi sérkennilegi burkni hefur aðeins fundist á tveim stöðum á Vestfjörðum, en þar er töluvert magn af honum á hvorum stað.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa og Asía.