Cnicus arvensis (L.) P. Gaertn., B. Mey. & Scherb.Cirsium arvense var. argentatumCirsium arvense var. arvenseCirsium arvense var. horridum Wimm. & Grab.Cirsium arvense var. incanumCirsium arvense var. miteSerratula arvensis L.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex meðfram vegum og á röskuðum svæðum við bæi og stundum á ruslahaugum.
Blómalitur
Purpurarauður
Blómgunartími
Ágúst-sept.
Hæð
0.3-0.8 m
Vaxtarlag
Meðalstór, fjölær jurt. Tegundin er víða flokkuð sem illgresi. Stönglar stinnir, uppréttir, gáróttir, með þyrnum, nær hárlausir eða skúmhærðir ofantil, 30-80 sm.
Lýsing
Blöðin stakstæð, fjaðurflipótt, greipfætt, 5-12 sm á lengd og allt að 6 sm á breidd, fliparnir óreglulega tenntir og þyrnóttir, neðra borð blaðanna þéttlóhært gráhvítum hárum. Körfurnar purpurarauðar, 2-5 á stöngulendum. Hver karfa situr á bústnum, egglaga hnappi, sköruðum af dökkgráum reifablöðum með útstæðum, rauðleitum eða dökkum oddi. Krónurnar bognar, pípulaga. LÍK/LÍKAR: Engar, auðþekktur á þyrnóttum blöðum. Blómgast í ágúst-september.
Heimildir
9, HKr
Útbreiðsla
Fremur fátíður ílendur slæðingur sem vex gjarnan í þéttum breiðum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía og er ílend mjög víða annars staðar.