Vex á sólríkum og þurrum stöðum, í klettum og gljúfrum og í grennd við bæi.
Blómalitur
dökkrauður - dökk rauðfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Vaxtarlag
Upp af gildum jarðstönglum vaxa uppréttir, blöðóttir stönglar, 20-75 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin gagnstæð, hárlaus, lensulaga, 4-12 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, heilrend eða ógreinilega tennt.Blómin rauð-dökkrauð, mörg saman í löngum klasa (5-15 sm), klasaleggirnir dúnhærðir eins og bikarblöðin. Krónublöðin, öfugegglaga, hvert blóm um 1,5-2 sm í þvermál. Bikarblöðin dökkrauð, lensulaga, dúnhærð. Fræflar 8. Frævan undir blómhlífinni, frekar löng og dúnhærð. Blómgast í júlí-ágúst.Vex gjarnan í þéttum breiðum og skríður með neðanjarðarrenglum. Þar sem tegundin vex villt í klettum eða skóglendi blómgast hún seinna. Sigurskúfur er oft dvergvaxinn í mjög þurrum, mögrum brekkum móti suðri og myndar þá 10-20 sm langa blaðsprota en blómgast ekki, enda í eðli sínu nokkuð áburðarfrek jurt. Fremur sjaldgæfur á landsvísu.LÍK/LÍKAR: Auðþekktur frá öðrum dúnurtum á vaxtarlaginu og löngum blómklösum með stórum fjórdeildum blómum.Ath.: Gamla latneska heitið i (Epilobium angustifolium L.) er enn í fullu gild í mörgum heimildum.
Einkum um norðan- og austanvert landið, en einnig víða annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, N Ameríka, Grænland, Evrópa og í litlum mæli í A Asíu