Stönglar blöðóttir, hárlausir neðan til en kirtilhærðir ofan til, 5-15 sm á hæð. Myndar oft þéttar þúfur.
Lýsing
Blöðin þéttstæð, gagnstæð 0,8-1,5 sm á lengd og 4-8 mm á breidd, gishærð, öfugegglaga eða oddbaugótt, stilklaus, loðin, einkum á röndunum.Blómin hvít, 1-1 ,5 sm í þvermál á stöngulenda, yfirleitt eitt blóm en stundum tvö. Krónublöðin 5, sýld, þriðjungi til nær helmingi lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin 6-8 mm á lengd, oddmjó, kirtilhærð og himnurend. Fræflar 10 og ein fræva með 5 stílum. Aldinið tannhýði með 10 tönnum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Músareyra. Fjallafræhyrna er fagurgrænni og ekki eins loðin, bikarbotninn breiðari niður og belgmeiri auk þess sem aldinið er breiðara. Þessar tegundir eru mjög erfiðar í aðgreiningu, en fjallafræhyrnan finnst eingöngu hátt til fjalla. Músareyra vex hins vegar jafnt til fjalla sem á láglendi.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng ofan við 600 m, en sjaldgæf eða ófinnanleg á láglendi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N N Ameríka, N Evrópa, N Asía