Carex vaginata

Ættkvísl
Carex
Nafn
vaginata
Íslenskt nafn
Slíðrastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex saltuensis L. H. Bailey
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex þurrlendi, í kjarri, lyngmóum, valllendisbörðum og gróðursælum bollum.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
(0.07-) 0.20 - 0.45 m
Vaxtarlag
Grönn strá með renglum og flötum, grænum blöðum. Stráin gárótt og sljóþrístrend, 20-45 sm á hæð. Slíðrin ljósgrábrún og sundurrifin.
Lýsing
Blöðin fagurgræn, fremur breið eða 3-5,5 mm á breidd, flöt eða m-laga. Stoðblöðin með löngu (10-20 mm) uppblásnu slíðri, sem er lengra en blaðkanTvö eða þrjú, leggjuð, upprétt kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar stuttyddar, grábrúnar eða brúnleitar með grænum miðstreng, himnurendar. Hulstrið ljósbrúngrænt, um 3,5-4 mm á lengd, dálítið uppblásið, slétt og öfugegglaga og dregst saman í bogna, hliðbeygða trjónu í toppinn. Þrjú fræni. Blómgast í maí-júní. 2n = 32.LÍK/LÍKAR: Belgjastör. Slíðrastörin er með fagurgrænni blöð, ljósari hulstur og vex í þurrara landi. Auk þess má nefna að belgjastörin er alltaf nokkuð blágræn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357611
Reynsla
Similar is the Carnation Sedge. The Sheathed Sedge has brighter green leaves, lighter utricles, growing in drier soil than the Carnation Sedge, which is always bluish green.
Útbreiðsla
Algeng um land allt á láglendi, einkum norðanlands, sjaldgæf á suðurlandi frá Þjórsá að Hornafirði. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.