Stráin stinn, upprétt eða uppsveigð, hvassþrístrend, snörp, blöðótt neðst, 6-18 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin í þéttum toppum, oft brúnleit og bogin í allar áttir, snarprend, flöt en grópuð neðan til og þrístrend í oddinn, 1-2 mm á breidd. Oftast er mikið eftir af visnuðum blaðleifum fyrri ára.Eitt stutt (8-15 mm), endastætt ax. Axið mjótt, aflangt, nærri striklaga með karlblómum efst og fimm til tíu kvenblómum neðantil. Axhlífar dökkbrúnar, himnukenndar, breiðegglaga eða nær kringlóttar. Hulstrin upprétt, öfugegglaga, gljáandi, sljóþrístrend, bein, taugaber með örstuttri trjónu. Frænin þrjú. Blómgast í maí-júní. 2n = 52.LÍK/LÍKAR: Dvergstör. Móastörin er mun grófari og með áberandi bogsveigðum blöðum og einu axi, en dvergstörin er með mörg öx saman.