Carex paupercula

Ættkvísl
Carex
Nafn
paupercula
Íslenskt nafn
Keldustör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex magellanica Lamarck subsp. irrigua (Wahlenburg) Hiitonen, Suom. Kasvio. 161. 1933.; Carex limosa Linnaeus var. irrigua Wahlenburg, Kongl. Vetensk. Acad. Nya Handl. 24: 162. 1805;
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í votum mýrum og flóum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.30 m
Vaxtarlag
Lausþýfð, stráin þrístrend og grönn, 15-30 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin fagurgræn, flöt, um 3-4 mm á breidd eða að minnsta kosti tvöfalt breiðari en stráið, lítið eitt snörp á efra borði,. Stoðblöðin blaðkennd, hið neðsta álíka langt og samaxið. Eitt upprétt karlax, stundum með nokkrum kvenblómum efst, og þrjú eða fjögur kvenöx, sem að lokum hanga á alllöngum og mjóum leggjum. Oft eru karlblóm neðst í kvenöxunum. Axhlífarnar svartbrúnar, skammæjar, mjórri og lengri en hulstrin og langyddar, svo að öxin eru dálítið kögruð, oddurinn oft boginn og nær langt upp fyrir hulstrið. Hulstur ljósgræn oft dökk að ofan, um 4 mm á lengd, allbreið, egglaga eða hnöttótt, trjónulaus. Þrjú fræni. Blómgast í júní-júlí. 2n = ca. 60.LÍK/LÍKAR: Flóastör. Flóastörin með styttri axhlífar, lengri kvenöx og mjórri, blágrænni og þéttstæðari blöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357316
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf, finnst helst í mýrum á fremur snjóþungum svæðum, einkum á Austfjörðum, Miðnorðurlandi og Vestfjörðum suður í hálendi Mýrasýslu. Sjaldgæf sunnanlands.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía.