Carex panicea var. microcarpa SonderCarex panicea subsp. dalmatica Degen & Lengyel
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í deiglendi, í mýrum, deigum móum, rökum flögum og á lækjarbökkum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.35 m
Vaxtarlag
Blöðin allbreið, flöt, blágræn, styttri en stráið. 2,5-4 mm á breidd. Stoðblöðin með þröngum, löngum dökkblágrænum slíðrum (10-20 mm). Jarðstöngullinn með renglum. Stráin grönn, 15-35 sm á hæð.
Lýsing
Eitt karlax og tvö eða þrjú upprétt, legglöng, nokkuð upprétt, sívöl, allblómþétt kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar snubbóttar eða stuttyddar, Ijósar, dökkbrúnar eða mósvartar, yddar í endann, með mjóum hvítleitum himnufaldi. Hulstrin grænbrún í byrjun en verða svarbrún eða nær svört, uppblásið og nærri hnöttótt, smánöbbótt, stutttrýnt með skakkri trjónu og um 4-5 mm á lengd. Þrjú fræni. Blómgast í júní-júlí. 2n = 32.LÍK/LÍKAR: Slíðrastör & fölvastör. Slíðrastörin er með fagurgrænni blöð, ljósari hulstur og vex í þurrara landi. Belgjastörin er alltaf nokkuð blágræn og með dekkri, útblásnari hulstur. Fölvastörin er með þéttstæðari og blómfærri kvenöx og trjónulaus, ljósari hulstrur.