Carex pallescens

Ættkvísl
Carex
Nafn
pallescens
Íslenskt nafn
Gljástör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex chalcodeta V.I. Krecz.Carex pallescens var. chalcodeta (V.I.Krecz.) O.Nilsson
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex á engjum og í hlíðum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Lausþýfð, stráin hvassþrístrend, bein og stinn, 10-35 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgræn, allbreið og flöt. Eitt leggjað karlax, mjókylfulaga og tvö eða þrjú græn, leggjuð, upprétt eða lútandi og þéttblóma kvenöx, hið neðsta dálítið neðan við hin og á löngum legg. Stoðblaðið langt og breitt. Axhlífarnar hvítgular eða ljóst mórauðar með grænni miðtaug. Hulstrin taugalaus, þunn, ljósgræn og verða gulbrún, trjónulaus. Blómgast í júní-júlí. 2n = 70.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357383
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf, finnst á tveim stöðum á landinu, í Dalasýslu og undir Eyjafjöllum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía, landnemi á Nýja Sjálandi.