Carex lyngbyei

Ættkvísl
Carex
Nafn
lyngbyei
Íslenskt nafn
Gulstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex cryptocarpa C. A. Meyer; C. lyngbyei var. cryptocarpa (C. A. Meyer) Hultén; C. lyngbyei var. robusta (L. H. Bailey) Cronquist; C. salina Wahlenberg var. robusta L. H. Bailey
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í votum mýrum og flóum og er sjaldan á þurru á láglendi. Á hálendinu vex hún einkum við járnríkar keldur og uppsprettur.
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.25 - 1.30 m
Vaxtarlag
Graminoid. Plants not cespitose. Culms obtusely or acutely angled, 25–130 cm, glabrous, sharply triangular. Large Sedge with two to four, drooping, longstalked, 2-3 em long female spikes and one or two upright male spikes. Scales dark brown, shiny, with long, acute point. Utricle elliptic, beakless, dull. Stigmas two.
Lýsing
Lausþýfin, hávaxin jurt með jarðrenglum, öll meira eða minna gulgræn. Stráin skarpþrístrend, 25-130 sm á hæð.Blöðin afar stór og gróf, með niðurorpnum röndum og verða þau gulgræn síðsumars, 4-10 mm á breidd. Blaðslíðrin oft rauðbrún eða rauðleit. Stoðblaðið nær að minnsta kosti upp að toppaxinu.Eitt eða tvö upprétt karlöx og tvö til fjögur 2-3 sm, langleggjuð, hangandi kvenöx. Axhlífarnar gljáandi móleitar eða dökkbrúnar, oddmjóar með löngum oddi, þrítauga og lengri en hulstrið. Hulstrin mött, oddbaugótt og trjónulaus. Frænin tvö. Blómgast í júní. 2n = 68, 70, 72. LÍK/LÍKAR: Engar. Gulstörin er ein af fáum vestrænum plöntutegundum á Íslandi sem ekki eru til á meginlandi Evrópu.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357310
Reynsla
“Ein hin besta fóðurjurt og er aðaltegundin á helstu starengjum landsins. Gulstör, græna og bleikja eru vafalítið gömul nöfn, dregin af lit plöntunnar. Vex hvergi í Evrópu nema hér og í Færeyjum”. (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka