Carex limosa Linnaeus var. livida Wahlenberg, Kongl. Vetensk. Acad. Nya Handl. 24: 162. 1803
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í mýrum og flóum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15 - 0.25 m
Vaxtarlag
Stráin blágræn, fá saman, upprétt eða upp¬sveigð, grönn og slétt, 15-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin blágræn, meira eða minna samanlögð. Stoðblöðin blaðkennd, hið neðsta jafnlangt eða aðeins lengra en blómskipunin. Kvenöxin þéttstæð, leggstutt, eitt til þrjú en oftast tvö, upprétt með fáum fremur gisstæðum blómum. Eitt karlax í toppinn, lítið skilið frá kvenöxunum. Axhlífarnar egglaga, snubbóttar, ljósbrúnar eða brúnar með grænni miðtaug og gulgrænum himnufaldi, styttri en hulstrin. Hulstur aflöng, trjónulaus og Ijósblágræn, gulgræn eða nær hvít. Þrjú fræni. Blómgast í júní-júlí. 2n = 32.LÍK/LÍKAR: Belgjastör. Fölvastörin er með þéttstæðari og blómfærri kvenöx og trjónulaus, ljósari hulstrur.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf en finnst þó á nokkrum stöðum vestan-, norðan- og austanlands.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Alaska, M Ameríka, Evrópa, Asía.