Carex krausei

Ættkvísl
Carex
Nafn
krausei
Íslenskt nafn
Toppastör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex capillaris Linnaeus subsp. krausei (Boeckler) Böcher
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex í deigu graslendi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05 - 0.10 m
Vaxtarlag
Fíngerð og slétt strá í þéttum þúfum, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stofnstæð, fagurgræn eða dökkgræn, stutt og flöt, um 1 mm á breidd. Toppaxið er tvíkynja, með kvenblómum efst og karlblóm neðar. Kvenöxin tvö eða þrjú kvenöx, 6-8 mm á lengd og um 2 mm breidd, drúpandi á hárfínum leggjum, með nokkru millibili á stönglinum. Hulstrið snubbótt, 1,5-2 mm á lengd með mjög stuttri trjónu. Blómg. í júní-júlí. 2n = 36LÍK/LÍKAR: Hárleggjastör. Kvenöxin á toppastör eru brúnni og uppréttari og dreifast með lengra millibili á stöngulinn.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, --http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357267
Útbreiðsla
Telst nokkuð algeng á Norður- og Norðausturlandi, einkum inn til landsins.Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, N Evrópa, N Asía.