Fíngerð og slétt strá í þéttum þúfum, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stofnstæð, fagurgræn eða dökkgræn, stutt og flöt, um 1 mm á breidd. Toppaxið er tvíkynja, með kvenblómum efst og karlblóm neðar. Kvenöxin tvö eða þrjú kvenöx, 6-8 mm á lengd og um 2 mm breidd, drúpandi á hárfínum leggjum, með nokkru millibili á stönglinum. Hulstrið snubbótt, 1,5-2 mm á lengd með mjög stuttri trjónu. Blómg. í júní-júlí. 2n = 36LÍK/LÍKAR: Hárleggjastör. Kvenöxin á toppastör eru brúnni og uppréttari og dreifast með lengra millibili á stöngulinn.