Carex glacialis

Ættkvísl
Carex
Nafn
glacialis
Íslenskt nafn
Dvergstör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex pedata Wahlenburg, Fl. Lapp., 239, plate 14. 1812, not Linnaeus 1763; C. terrae-novae Fernald
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
Vex einkum á háfjallamelum, uppi á þurrum klettaásum, brúnum og bungum í malarkenndum jarðvegi eða móajarðvegi.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.04 - 0.08 m
Vaxtarlag
Myndar litlar, þéttar þúfur eða toppa. Stráin stutt, stinn, sívöl, með dökkrauðbrúnum, gljáandi slíðrum neðst, 4-8 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin ljósgrágræn, þráðmjó eða um 1 mm á breidd, stinn, flöt, þéttstæð, grópuð eða kjöluð, snarprend, þrístrend í endann. Eitt toppstætt karlax og 2-3 leggstutt, fáblóma, þéttstæð kvenöx, sem sitja oft svo þétt saman, að axið virðist vera eitt. Stoðblöðin stutt, sýllaga. Axhlífarnar brúnleitar eða svartbrúnar með ljósri miðtaug og breiðum himnufaldi, snubbóttar, miklu styttri en hulstrin. Hulstrin mislit, græn og brúnleit, gljáandi, bústin eða nær hnöttótt með alllangri trjónu, um 2 mm á lengd. Frænin þrjú. Blómgast í júní-júlí. 2n = 34.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt í blóma. Blaðtoppar minna á móastör en dvergstörin er með mörg öx og styttri og beinni blöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357207
Útbreiðsla
Algeng um norðaustanvert landið, annars mjög sjaldgæf.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Alaska, N Evrópa og N Asía.